Leið eins og lífið væri búið

Paris Hilton fékk að finna fyrir frægðinni.
Paris Hilton fékk að finna fyrir frægðinni. AFP

Hótelerfinginn Paris Hilton segir að reynslan af kynlífsmyndbandinu sem fyrrverandi kærasti hennar, Rick Salomon, setti á netið í hennar óleyfi sitji enn í sér og myndbandið hafi áhrif á sig á hverjum degi. 

Hilton segist ekki geta lokað á áfallið. „Þegar þetta gerðist var fólk svo vont við mig. Hvernig var talað um mig í spjallþáttum og fjölmiðlum, að sjá hvernig þetta hafði áhrif á fjölskylduna mína var sárt. Ég grét á hverjum degi, ég vildi ekki fara út, mér leið eins og lífi mínu væri lokið,“ sagði Hilton í lifandi streymi Vanity Fair að því er fram kemur á vef Page Six. 

Myndbandið var tekið árið 2001 en tveimur árum seinna setti Salomon það á netið. Myndbandið, sem sýndi Hilton og Salomon stunda kynlíf, fór út um allan heim og var mikið fjallað um það. 

„Þetta var upplifun tveggja einstaklinga. Þú elskar einhvern, þú treystir einhverjum og traust þitt er svikið á þennan hátt þannig að allur heimurinn sér og hlær,“ sagði Hilton, sem átti bágt með að halda aftur tárunum og halda áfram að tala. „Það særði mig jafnvel enn meira þegar fólk sagði að ég hefði gert þetta viljandi, það gerði út af við mig. Ég fæ enn áfallastreituröskun við að tala um það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren