Ekki fleiri smit hjá Póllandi - áfram í sóttkví

Lokaúrslit Eurovision verða haldin á laugardaginn.
Lokaúrslit Eurovision verða haldin á laugardaginn. AFP

Ekki hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í pólska Eurovision-hópnum. Þetta er niðurstaða skimunar en einn úr hópnum greindist á laugardaginn. 

Til öryggis verður hópurinn áfram í sóttkví þangað til hann fer aftur í skimun áður en búningaæfing hefst á miðvikudaginn fyrir seinni undanúrslitin í keppninni.

Beðið er eftir niðurstöðu skimunar íslenska hópsins, að því er kemur fram í tilkynningu. Hann verður áfram í sóttkví og fer síðan í aðra skimun á undan sömu búningaæfingu.

Allir verða að hafa greinst neikvæðir ef þeir eiga að fá að taka áfram þátt í æfingum og  keppninni sjálfri.

Hóparnir frá Möltu og Rúmeníu, sem eru á sama hóteli og íslenski- og pólski hópurinn, hafa ekki greinst með Covid. Þeir eru ekki í sóttkví en fengu ekki að taka þátt í opnunarhátíðinni í gær. Þeir fá þó að taka þátt í æfingum í höllinni í dag.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Settu þér eitthvert markmið og þá fær líf þitt aukið gildi. Þú átt fullt í fangi með félagslífið þessar vikurnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Settu þér eitthvert markmið og þá fær líf þitt aukið gildi. Þú átt fullt í fangi með félagslífið þessar vikurnar.