Reyndu að frumsýna sex sinnum

Leikararnir í Veislu, sem er nú á fjölum Borgarleikhússins, voru orðnir langþreyttir á gríninu í sýningunni eftir sex tilraunir til frumsýningar. Ári eftir að frumsýning átti að fara fram, fyrir rúmri viku síðan, var sýningin loks frumsýnd. Og tilfinningin? Ólýsanleg. 

„Maður var orðinn langþreyttur á gríninu og farinn að efast verulega um það en svo virðist þetta alveg vera að virka,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir, leikkona. Hún er gestur í nýjasta þætti Dagmála ásamt Halldóri Gylfasyni leikara. 

Tilraunir til frumsýningar voru gerðar trekk í trekk en veirufjandinn stóð í vegi leikaranna og kom aftur og aftur í veg fyrir það að verkið færi af stað. 

Aðspurð segja þau Halldór og Katla Margrét að það hafi verið frábært að fá loks að sýna verkið. Halldór segir að viðbrögðin hafi verið sterk. 

„Það var svo gaman að fá þennan hlátur og sérstaklega þennan mikla hlátur,“ segir Halldór. „Núna erum við að setja berið á kökuna.“

Veisla er einskonar „sketsasýning“ sem fjallar um allt það sem getur gengið á í veislum en eins og flestir vita getur það verið ýmislegt.

Viðtalið við Kötlu og Halldór í heild sinni má nálg­ast með því að smella hér.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.