Ösp Eldjárn er fulltrúi Íslands í Global Music Match

Ösp Eldjárn verður fulltrúi Íslands áGlobal Music Match.
Ösp Eldjárn verður fulltrúi Íslands áGlobal Music Match. Ljósmynd/Aðsend

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) tek­ur þátt í nýju alþjóðal­egu verk­efni sem miðar að því að kynna tónlistar­fólk og efla tengslanet þeirra á alþjóðavísu. 78 tónlista­menn frá 17 löndum taka þátt í Global Music Match sem er talið vera eitt stærsta tengslamynd­un­ar­verk­efni í tónlist­ar­geir­an­um sem fer ein­ung­is fram á net­inu.

Ösp Eldjárn verður fulltrúi Íslands og segir: “Ég er ótrúlega spennt og upp með mér að hafa verið valin til að taka þátt í þessu einstaka verkefni með alveg hreint ótrúlegu tónlistarfólki frá öllum heimshornum. Það er líka sérstaklega dýrmætt að hafa myndað þessi tengsl núna, eftir þetta furðulega ár og mér líður pínu eins og ég hafi verið að vakna úr dvala.”

Fyrirkomulagið fylgir því sem stofnfélögin Sounds Australia, Showcase Scotland Expo og East Coast Music Association (ECMA) í Kanada þróuðu með sér í fyrra en markmið verkefnisins er að stuðla að áframhaldandi uppbyggingu tónlistarfólks innan þjóðlagatónlistar á krefjandi og fordæmalausum tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Global Music Match var haldið í fyrsta sinn árið 2020 og fyrir hönd Íslands tóku þátt þau Svavar Knútur, Brek og Ásgeir Ásgeirsson sem bera upplifuninni góða söguna. 

Verk­efnið er ein­stakt á þann hátt að það er ákveðið svar við þeim tak­mörk­un­um sem lagðar eru á tónlist­ariðnaðinn á tímum COVID-19. Eins og kem­ur fram í skýrslu um áhrif COVID-19 á íslensk­an tónlist­ariðnað​ hef­ur allt tónleika­hald í hefðbund­inni mynd, sér í lagi er­lend­is, að mestu leyti lagst niður. Þetta er öðruvísi tæki­færi til útflutn­ings á tónlist held­ur en áður hef­ur verið og sýnir að á krefj­andi tímum geta ný tæki­færi mynd­ast.

Sam­félags­miðlar og tengslanet tónlistar­fólks­ins sem tek­ur þátt eru nýttir til fulls en í hverri viku mun tónlistar­fólk frá hverju landi kynna annað tónlistar­fólk frá öðru landi fyr­ir fylgj­end­um sínum. Tónlistar­fólkið fær þá tæki­færi til að fá tónlist sína kynnta fyr­ir alþjóðal­eg­um áhorf­end­um og byggja þar með upp fylgj­enda­hóp sinn.

Alls hefur tónlistarfólkinu verið skipt upp í þrettán teymi sem hvert um sig telja sex einstaklinga hvert frá sínu landi. Á næstu 12 vikum mun hvert teymi vinna svo saman að tónlist, myndbandagerð og öðru efni fyrir samfélagsmiðla. Hver tónlistarmaður fær tvær vikur sem Featured Artist þar sem aðrir meðlimir í teyminu kynna þá fyrir sínum fylgjendum og svo gengur keflið á milli allra innan teymisins út ágúst. Það eru því 78 þátttakendur alls sem starfa samtímis þvert á landamæri, lönd og tímabelti að kynna fylgjendur sína fyrir nýrri tónlist á heimsmælikvarða. Þetta er ómetanlegt á tímum ferðatakmarkana sem höfðu í för með sér að nánast öllum tónleikaferðalögum var frestað eða aflýst.

Hvert teymi er svo leitt áfram af alþjóðlegum þjálfurum sem öll eru stjórnendur þekktra tónlistarhátíða eða kynningarstjórar víðsvegar úr heimi þjóðlagatónlistar. Frekari leiðsögn býðst síðan öllum þáttakendum frá forsprökkum leiðandi hátíða innan stefnunnar á borð við Cambridge Folk tónlistarhátíðarinnar sem haldin er á Englandi, og fleiri sambærilegum hátíðum í Belgíu, Noregi, Ítalíu og um heim allan.

Global Music Match hefst næstkomandi mánudag þann 6. júní og stendur til 29. ágúst.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.