Keppandi í RuPaul's Drag Race handtekinn

Dragdrottningin Widow Von'Du var handtekin á dögunum
Dragdrottningin Widow Von'Du var handtekin á dögunum Skjáskot/Instagram

Dragdrottningin og fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttunum Ru Paul's Drag Race, Widow Von'Du, var handtekin fyrir heimilisofbeldi í Kansasborg í Bandaríkjunum á dögunum. Handtakan náðist á myndband þar sem Widow Von'Du neitar sök og ber fyrir sig sjálfsvörn.

Dragdrottningin segir að hún hafi verið handtekin vegna litarháttar síns en hinn sem átti hlut að máli er hvítur karlmaður og lögregla var kölluð til vegna hávaða og gruns um heimilisofbeldi.

Undirskriftarsöfnun er hafin til að berjast fyrir réttlæti og lausn Widow Von'Du.

Widow Von'Du hafnaði í sjöunda sæti í tólftu þáttaröð Ru Paul's Drag Race.

Widow Von'Du
Widow Von'Du Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru miklar líkur á einhvers konar töfum og bilunum í vinunni hjá þér í dag. Ekki láta það eyðileggja fyrir þér ef eitthvað smávegis bjátar á, allt er samt að ganga upp.