Íslandsvinur trúlofaður

Frankie Grande er trúlofaður. Hér sést hann á Íslandi.
Frankie Grande er trúlofaður. Hér sést hann á Íslandi. Skjáskot/Instagram

Íslandsvinurinn Frankie Grande er trúlofaður. Grande, sem er bróðir tónlistarkonunnar heimsfrægu Ariönu Grande, bað kærasta síns, Hales Leons, á dögunum. Grande bað hans í sýndarveruleika og voru þeir umkringdir vinum og fjölskyldu.  

Grande greinir frá því í viðtali á vef People að hann hafi hugsað um hvernig hann ætti að biðja hans í eitt ár. Sýndarveruleikinn tengdist stefnumóti sem þeir fóru á þegar þeir voru að byrja að hittast. „Viltu giftast mér?“ stóð í lok upplifunarinnar.

„Þetta var svo fullkomið og fallegt augnablik,“ sagði Grande. „Þetta kom Hale algjörlega á óvart og við byrjuðum báðir að gráta af gleði. Ég hef verið að vinna í því að biðja hans í sýndarveruleika í heilt ár og þetta var alveg ótrúlegt fyrir okkur báða.“

Grande er 38 ára en unnusti hans tíu árum yngri. Grande hefur aldrei verið giftur en hann fagnar fjögurra ára edrúafmæli seinna í júní. Ástin svífur yfir vötnum í Grande-fjölskyldunni en systir hans, tónlistarkonan Ariana Grande, gekk að eiga unn­usta sinn, fast­eigna­sal­ann Dalt­on Gomez, á heim­ili þeirra í Los Ang­eles nýlega. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt í innri baráttu og veist varla í hvorn fótinn þú átt að stíga. Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir annarra ekki hafa áhrif á þig.