Með áhyggjur af kærasta dóttur sinnar

Scott Disick og Amelia Hamlin eru saman.
Scott Disick og Amelia Hamlin eru saman. Samsett mynd

Lisa Rinna er ekki par sátt við kærasta dóttur sinnar, raunveruleikastjörnuna Scott Disick. Dóttir Rinnu er hin tvítuga fyrirsæta Amelia Hamlin. Hún hefur verið með Disick síðan í október 2020 en þá var Hamlin aðeins 19 ára. 

Ólátabelgurinn Disick er þekktur fyrir að eiga þrjú börn með Kardashian-systurinni Kourtney. Hann tók þátt í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians og ekki beint þekktur fyrir að koma vel fram.

Rinna, sem er leikkona og kemur fram í öðrum raunveruleikaþáttum, The Real Housewives of Beverly Hills, greindi frá því að hún væri með áhyggjur af sambandi dóttur sinnar við Disick í nýjasta þættinum. „Hún er 19, hann er 37 ára með þrjú börn. Halló,“ sagði Rinna en þátturinn var tekinn upp þegar parið var nýbyrjað að stinga saman nefjum. „Ég er mjög stressuð.“

Rinna er ekki fyrsta tengdaforeldrið sem Disick gerir stressað. Áður en Disick byrjaði með Hamlin var hann í sambandi með fyrirsætunni Sofiu Richie, dóttur tónlistarmannsins Lionels Richies. Richie var heldur ekki sáttur við tengdasoninn.

Lisa Rinna.
Lisa Rinna. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.