Húrrandi partí í kvöld

Tónleika og skemmtistaðurinn Húrra opnar aftur í kvöld.
Tónleika og skemmtistaðurinn Húrra opnar aftur í kvöld. Eggert Jóhannesson

Það verður heldur betur húrrandi stemning í kvöld, föstudaginn 16.júlí, í Kvosinni á tónleika og skemmtistaðnum Húrra sem opnar aftur með pomp og prakt við Tryggvagötu 22 í Reykjavík þegar hljómsveitin Hipsumhaps stígur á stokk.

Húrra var einn far­sæl­asti tónleika og skemmti­staður síðasta ára­tugar í miðborg Reykja­vík­ur. Það er athafnamaðurinn Jón Mýrdal sem stendur að enduropnun staðarins en Jón opnaði Húrra fyrst 2014. Blaðamaður náði tali af Jóni þar sem hann var staddur í veiði norður í landi. „Það er alltof gott veður hérna, hentar mér ekki nógu vel í augnablikinu,“ sagði Jón aðspurður um hina norðlensku sumarblíðu, en veiðin er heldur dræmari í blíðviðri. 

Tónleika og skemmtistaðurinn Húrra opnar aftur í Kvosinni
Tónleika og skemmtistaðurinn Húrra opnar aftur í Kvosinni mbl.is/Árni Sæberg

Það má hinsvegar segja að það létti til fyrir íslenskt tónlistarlíf með enduropnun Húrra. Framboðið á tónleikastöðum í miðborginni er lítið sem ekkert og verður spennandi að fylgjast með tónleikadagskrá Húrra næstu mánuði. „Við stefnum á að vera með tónleika alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga og nú þegar hafa fjölmargar hljómsveitir haft samband við okkur. Í kvöld verður opnunarpartí þar sem Hipsumhaps spila og það er frítt inn og allir velkomnir,“ segir Jón.

Fann litanúmerið á gömlu málningunni 

Nýverið opnaði Jón djassknæpuna Skuggabaldur við hlið Hótel Borgar við Austurvöll í rými sem hýsti áður Kaffibrennsluna og veitingastaðinn Nora Magasin við Pósthússtræti 9. Aðspurður hvers vegna hann hafi tekið þá ákvörðun að enduropna Húrra segir hann að það hafi verið haft samband við hann. „Ég kann þetta og geri þetta vel. Þetta er eina sem ég kann. Svo þegar ég fann litanúmerið af gömlu málningunni sem ég notaði þegar ég opnaði Húrra 2014 þá var þetta ekki spurning og ég sló til.“ 

Jón Mýrdal, tónleika bjargvættur heillar kynslóðar.
Jón Mýrdal, tónleika bjargvættur heillar kynslóðar. Ljósmynd/Owen Fiene

Farsæll ferill Húrra hófst 2014 þegar athafnamaðurinn Jón opnaði tónleika og skemmtistaðinn við Tryggvagötu 22 þar sem Gaukur á Stöng var til húsa í áraraðir. Þetta var annar barinn sem Jón opnaði á skömmum tíma, en árið 2013 opnaði hann Bravó á horni Klapparstígs og Laugarvegs. Staðurinn sló sam­stund­is í gegn, en Húrra bauð upp á lif­andi tón­leika í hverri viku og um helg­ar sáu plötu­snúðar til þess að dansþyrst­ir gest­ir dönsuðu til klukk­an hálf­fimm á morgn­ana. Jón fékk til liðs við sig vaska menn sem sáu um bók­an­ir á staðnum, tón­list­ar­mann­inn Snorra Helga­son og plötu­snúðinn og útvarpsmanninn Óla Dóra.

Jón seldi rekst­ur­inn 2018 og ári síðar lok­ar staður­inn þegar nýir rekstr­araðilar opna íþrótta­bar­inn Gumma Ben við litl­ar vin­sæld­ir og varð hann skamm­líf­ur. 

Nú birt­ir loks til í Reykjavík, að minnsta kosti fyr­ir tónlistarunnendur.

Þrefalt húrra fyrir því. Húrra, húrra, húrra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson