Dóttir Cox færi ekki út með Chandler

Mæðgurnar Coco og Courteney Cox.
Mæðgurnar Coco og Courteney Cox. Skjáskot Instagram

Leikkonan Courteney Cox úr sjónvarpsþáttunum Vinum spurði 17 ára gamla dóttur sína hvort hún myndi fara á stefnumót með ungum Joey eða ungum Chandler. Spurningin var hluti af leik á Instgram þar sem mæðgurnar reyndu að giska á hversu vel þær þekktu hvor aðra.

Spurningin var bónusspurning í lokin. Cox giskaði á að dóttur sín kysi frekar að fara á stefnumót með Joey sem Matt LeBlanc lék. „Rétt,“ svaraði Coco dóttir hennar. Persóna Cox í í Vinum, Monica, var hins vegar gift Chandler sem Matthew Perry túlkaði eftirminnilega. 

Mæðgurnar eru ansi nánar og í leiknum kom í ljós að þær þekkja hvor aðra nokkuð vel. „Ég þekki Coco greinilega betur en hún þekkir mig,“ sagði Cox í lokin. „Það er ekki rétt en það skiptir ekki máli,“ svaraði Coco. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtöl við yfirmann, foreldra eða annað áhrifafólk seta svip sinn á daginn í dag. Spurðu sjálfan þig að því hvort þú sért að gera það sem þú viljir vera að gera í lífinu.