„Þú þarft bara að vera ógeðslega frek“

Fatahönnuðurinn og listakonan Halldóra Sif rekur tískumerkið Sif Benedicta og hefur komið víða við í tískubransanum. Hún starfaði um tíma hjá tískurisanum Alexander McQueen sem er eitt af stærstu tískumerkjum heimsins. Tíminn þar var Halldóru bæði lærdómsríkur og dýrmætur og ýtti henni hressilega út fyrir þægindarammann.

„Þetta var bara geggjuð lífsreynsla og ótrúlega mikið af hæfileikaríku fólki að vinna í þessu. Þetta er ekki bara yfirhönnuðurinn Sara (Burton) heldur eru allir þarna svo hæfileikaríkir og svo gaman að kynnast svona fólki sem hefur áhuga á því sama og þú,“ segir Halldóra Sif. Samstarfsfólk hennar veitti henni mikinn innblástur ásamt því að halda henni á tánum. „En það er líka samkeppni, þú þarft alveg að berjast fyrir þínu,“ segir Halldóra og tekur sem dæmi að mikilvægt sé að taka þeim verkefnum sem bjóðast þrátt fyrir að stundum sé erfitt að hafa óbilandi trú á sér.

„Kannski ertu ekkert góð í því en þú þarft bara að taka það og finna út úr því og koma með eitthvað. Kannski gengur það og kannski ekki,“ segir Halldóra og það tók hana svolítinn tíma að taka pláss og hugsa ekki að aðrir væri hæfari en hún í ákveðin verkefni. „Ég var fyrst smá hógvær í því. Bara „nei, ég læt bara þessa við hliðina á mér gera þetta, hún er mjög góð í því“  en ég fann fljótt að það gengi ekki. Þú þarft bara að vera ógeðslega frek og sýna hvað þú getur gert því það er svo mikið af hæfileikaríku fólki.“

Halldóra segir mistökin mikilvægan hluta af ferlinu og fátt geti kennt manni meira. „Auðvitað máttu gera mistök, þú lærir bara af því og verður betri. Það hefur verið erfitt fyrir mig en svo fattar maður ekki fyrr en eftir á að auðvitað átti ég að gera mistök þarna, þá kom eitthvað gott út úr því og skemmtilegt.“

Viðtalið við Hall­dóru Sif má finna í fullri lengd með því að smella hér.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.