Umhverfisvæn hönnun mikilvæg í okkar samtíma

Halldóra Sif starfaði hjá tískurisanum Alexander McQueen um stund áður en hún flutti heim og stofnaði tískumerkið Sif Benedicta. Hún segir draum um eigin rekstur hafa blundað lengi í sér og með stuðningi eiginmanns og fjölskyldu hafi hún ákveðið að kýla á það og hanna sína eigin línu. Frá upphafi Sif Benedicta vissi Halldóra að hún vildi vinna með litagleði og lagði upp úr því að hönnunin væri umhverfisvæn. Fyrsta skref er að vita hvað þú vilt gera.

„Ég byrjaði bara að teikna á fullu og mér finnst alltaf ótrúlega skemmtilegt að vinna með liti og form. Þannig að þetta endaði á að vera meira fylgihlutir og töskur sem ég byrjaði með,“ segir Halldóra og var ánægð með að byrja á því.

„Kannski fékk ég líka bara nóg af fötum, mér fannst svo mikið til í heiminum og ég hugsaði bara: Ef ég ætla að gera eitthvað, ef ég á að vera þess virði að vera hönnuður og mega það, einhvern veginn, þá verð ég að gera þetta þannig að þetta verði umhverfisvænt og ég sé ekki að byrja með eitthvað sem er eins og eitthvað annað. Af því að það er svo mikið til þá verður þetta að vera eitthvað sérstakt.“

Halldóra segist strax hafa viljað vinna með góð efni sem geta enst lengi. „Ég hugsaði eitt sinn þegar ég var á nytjamarkaði að ef ég gæti séð það sem ég geri á nytjamarkaði og það er ennþá fallegt, það er ennþá í lagi með það  það er eitthvað sem ég myndi vilja gera. Gera eitthvað fallegt sem endist.“

Það er því ekki að furða að Sif Benedicta einkennist af vönduðum og góðum efnum og tímalausum fatnaði og fylgihlutum. „Það var alveg mjög sterkt í mér að gera eitthvað úr vönduðum efnum og eitthvað sem stenst smá tímans tönn. Þó að tíska sé auðvitað alltaf að breytast og fylgi tíðarandanum langaði mig samt frekar að gera eitthvað sem gæti lifað lengur. Gæti verið tímalaust.“

Viðtalið við Hall­dóru Sif má finna í fullri lengd með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes