Verslunarmanna-Helgi í kvöld klukkan 21

Helgi Björnsson tónlistarmaður treður upp í stofum landsmanna í kvöld.
Helgi Björnsson tónlistarmaður treður upp í stofum landsmanna í kvöld. Ljósmynd/Brynja Kristinsdóttir

Helgi Björnsson verður í beinu streymi frá Hótel Borg í kvöld ásamt Reiðmönnum vindanna og góðum gestum. Ákvörðunin um að hafa tónleika í beinni útsendingu var tekin í vor, en eftir nýlegar breytingar á samkomutakmörkunum virðist Helgi nú vera einn af fáum tónlistarmönnum sem munu ná að koma fram eins og til stóð.

Streymt verður frá tónleikunum á mbl.is.

„Hugmyndin var upphaflega að bjóða þeim sem almennt eru ekki að sækja tónlistarhátíðir um verslunarmannahelgar kost á að kaupa til sín tónlistarflutning ef svo má segja,“ segir Helgi.

„Þetta verður einlægt og skemmtilegt, svona í þeim anda sem við erum þekkt fyrir. Við ætlum að eiga saman gæðastund og bjóða upp á vandaða tónlistardagskrá í takt við það sem við höfum verið að gera en við stráum fallegum sumartónum yfir þetta,“ bætir hann við.

Úr sveit í borg, Hótel Borg

Ein stór breyting er þó á þessari dagskrá sem Helgi hefur boðið upp á en hún er sú að í stað Hlöðunnar góðu verður sent út frá Hótel Borg og verða tónleikarnir í beinu streymi, eins og fyrr segir. Hægt er að tryggja sér aðgang að þeim í gegnum móttakara stóru símfyrirtækjanna sem og á tix.is

Þannig verður kvöldskemmtun Helga og Reiðmannanna aðgengileg öllum, hvar sem þeir eru í heiminum. Streymið hefst klukkan 21:00 og hægt að tryggja sér aðgengi í gegnum Símann, Vodafone og Tix.is 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes