„Þurfum svo oft að koma út úr skápnum“

„Við sem erum hinsegin þurfum svo oft að koma út úr skápnum,“ segir Ingileif Friðriksdóttir, aðgerðasinni, stofnandi Hinseginleikans og lífskúnstner mikill. Hún vekur athygli á því að þegar fólk hugsar alltaf út frá afmörkuðu gagnkynhneigðu normi krefji það hinsegin einstaklinga til þess að vera stöðugt að tjá sig út fyrir normið og koma út úr skápnum.

„Það er ekki bara eitt skipti, við erum bara oft að koma út úr skápnum þegar við hittum nýtt fólk eða erum í nýjum aðstæðum. Þegar ég er spurð „átt þú mann?“ og ég svara „nei, ég á konu“ er ég alltaf í hvert skipti að koma út fyrir nýju fólki,“ segir Ingileif og sömu sögu má segja um börn hinseginfólks sem fá spurninguna: „Hvað heita mamma þín og pabbi?“

„Þú þarft alltaf að vera að útskýra þig í mismunandi aðstæðum,“ segir Ingileif, sem bindur miklar vonir við yngri kynslóðina og vonast til að orðalag og afmarkað norm breytist í þágu fjölbreytileikans.

„Ef við búum til unga kynslóð sem skilur bara að við erum öll ólík og hættir þá að spyrja svona spurninga og spyr frekar bara „hvernig er fjölskyldan þín?“ eða „áttu maka?“ í staðinn fyrir að ganga alltaf út frá því að þetta sé allt eftir einhverri ákveðinni uppskrift  sem ég veit nú ekki hver ákvað að væri hin eina rétta uppskrift  held ég að við værum mjög vel stödd. Ég hef mikla trú á því að unga fólkið okkar í dag sé nokkurn veginn með hlutina á hreinu og yngsta kynslóðin verði bara með þetta 100%. Það er svona mín von,“ segir Ingileif.

Þætt­ir Dag­mála eru opn­ir áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má horfa á viðtalið við Ingi­leif Friðriks­dótt­ur í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt að setjast niður og gera þér grein fyrir því, hvað það er sem þú raunverulega sækist eftir í lífinu. Leitaðu upplýsinga um það sem þú þarft að fá að vita.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav