Barnið á Nevermind höfðar mál gegn Nirvana

Umslag plötunnar Nevermind með Nirvana.
Umslag plötunnar Nevermind með Nirvana.

Spencer Elden, sem birtist nakinn á umslagi plötunnar Nevermind með Nirvana, hefur höfðað mál gegn hljómsveitinni og segist hafa verið beittur kynferðisofbeldi.

Málið var höfðað fyrir héraðsdómstóli í Kaliforníu gegn ýmsum aðilum, þar á meðal plötufyrirtækinu, eftirlifandi meðlimum hljómsveitarinnar og Courtney Love, ekkju forsprakkans Kurts Cobains, að sögn The Guardian

Elden segir að þeir sem stóðu á bak við útgáfuna hafi framleitt barnaklám með birtingu myndarinnar. Þar sést hann, fjögurra mánaða, synda nakinn í átt að dollaraseðli þar sem sést í kynfæri hans.

Elden kveðst hafa orðið fyrir „ævilöngum skaða”,  vegna plötuumslagsins en Nevermind kom út árið 1991 við miklar vinsældir. Bæði hafi hann orðið fyrir andlegum skaða, auk þess sem menntun hans, laun og lífshamingja hans hafi verið af skornum skammti vegna umslagsins.

Hann segist aldrei hafa fengið greitt fyrir að birtast á umslaginu og að foreldrar hans hafi aldrei veitt undirritað samþykki fyrir myndinni, sem var tekin sérstaklega fyrir plötuumslagið. Áður hefur verið greint frá því að Elden hafi fengið 250 dollara greidda, eða um 30 þúsund krónur.

Elden krefst skaðabóta upp á að minnsta kosti 150 þúsund dollara frá hverjum þeirra 15 sem eru sakaðir um að hafa beitt hann ofbeldinu. Það jafngildir um 19 milljónum króna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson