Opnar sig um baráttu við krabbamein

Leikarinn Stanley Tucci opnaði sig um baráttu sína við krabbamein.
Leikarinn Stanley Tucci opnaði sig um baráttu sína við krabbamein. LEON NEAL

Leikarinn Stanley Tucci greindi í fyrsta skipti frá því um helgina að hann hefði greinst með krabbamein fyrir þremur árum. Tókst hann á við krabbameinið án þess að greina frá því opinberlega. 

„Krabbamein gerir þig meira hræddari og minna hræddari á sama tíma. Mér líður eins og ég sé mun eldri heldur en áður en ég veiktist. En maður vill samt halda áfram og gera hluti,“ sagði Tucci í viðtali við tímaritið Vera sem dreift er um borð í vélum Virgin Atlantic. 

Tucci missti fyrstu eiginkonu sína, Kate Tucci, úr brjóstakrabbameini árið 2009. Hann vonaðist til að þurfa aldrei að ganga í gegnum neitt slíkt aftur. „Það var hræðilegt að fara með henni í gegnum meðferðirnar,“ sagði Tucci. 

Tucci segir ólíklegt að krabbameinið muni koma aftur en að það hafi samt sem áður verið mjög erfitt fyrir börn hans þegar hann greindist. Hann á tvíburana Nicolo og Isabel auk dótturinnar Camillu með fyrstu eiginkonu sinni. Hann á svo Matteo og Emililu með núverandi eiginkonu sinni Felicity Blunt. 

„Krakkarnir stóðu sig vel, en þetta var erfitt fyrir þau. Ég komst varla á útskrift tvíburanna úr framhaldsskóla,“ sagði Tucci. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.