Heimsfaraldurinn haft jákvæð áhrif

Camila Cabello.
Camila Cabello. AFP

Poppstjarnan Camila Cabello hefur opnað sig upp á gátt varðandi líðan sína áður en Covid-19 heimsfaraldurinn reið yfir. Segist hún hafa verið afar illa stödd andlega þar sem hún glímdi meðal annars við mikinn kvíða.

„Heimsfaraldurinn gaf mér svigrúm til þess að segja við sjálfa mig að hætta að hlaupa um með brotinn fót. Ég yrði að laga hann,“ sagði Cabello og vísar þar með í vandamálið með myndmáli.

Cabello hefur leitað sér hjálpar hjá sálfræðingum og einbeitt sér að vellíðan sinni á meðan heimsbyggðin hefur verið á bið vegna faraldursins. Lítill tími hafi gefist til þess að líta sér nær og stunda sjálfsvinnu hér áður fyrr.

„Ég sagði stöðugt við sjálfa mig að allt væri gott þó það væri ekki svoleiðis. Ég hef ekki haft tíma til þess að vera heilbrigð og hamingjusöm. Ég hef ekki haft tíma til þess að hlusta á sjálfa mig.“

Kærastinn ljósið í myrkrinu

Segja má að breytt heimsmynd sé tilkomin vegna faraldursins sem hvort tveggja getur verið jákvætt og neikvætt. Cabello segir að faraldurinn hafi að einhverju leyti bjargað lífi sínu.

„Ég gat gert hlé á öllu og það hjálpaði mér mikið. Þetta hefur verið mjög jákvæður tími fyrir mig,“ sagði hún og bætti við að kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Shawn Mendes, hefði verið ljós hennar í myrkrinu. „Ég var alveg orðin útbrunnin og oft ekki í standi til þess að vera í nánu sambandi en hann studdi mig í gegnum þetta allt. Hann hefur verið stoð mín og stytta í gegnum myrkustu tíma lífs míns og ég er svo þakklát fyrir það.“

Cabello segist nú vera komin yfir erfiðasta kaflann með hjálp fagfólks. Hún hafi kynnst sjálfri sér betur eftir sálfræðimeðferðirnar og þekki mörk sín. „Þetta snýst allt um að leyfa sér ekki að brenna út. Nú veit ég hvenær ég er í jafnvægi og hvenær ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes