Faðir Britney Spears leggur fram beiðni

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur lagt fram formlega beiðni um að hætta sem lögráðamaður dóttur sinnar.

Fram kemur í skjölum sem voru lögð fram fyrir dómstóla að nýleg atburðarás hafi sýnt að aðstæður gætu hafa breyst í málinu þannig að ekki sé lengur þörf á að hafa forsjá yfir söngkonunni.

„Spears sagði þessum dómstóli að hún vilji fá að stjórna lífi sínu aftur,“ segir m.a. í skjölunum.

Brit­ney Spears, sem er 39 ára, segist ekki ætla að stíga aft­ur á svið á meðan hún er und­ir stjórn föður síns Jamie Spears. Hann hef­ur verið lögráðamaður henn­ar frá 2008 en tón­list­ar­kon­an hef­ur reynt að losna und­an hon­um und­an­far­in tvö ár. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.