Offset og Scott saman á djamminu

Skjáskot/Instagram

Aðeins fjórum dögum eftir að rapparahjónin Offset og Cardi B tilkynntu að þeim hefði fæðst lítill drengur sást til föðurins á djamminu. Rappararnir og vinirnir Offset og Travis Scott sáust mæta saman á Gullbarinn víðfræga (GoldBar Jonny Lennon) í New York-borg í gærkvöldi.

Scott og kærasta hans, samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner, tilkynntu fyrr í vikunni að þau ættu von á sínu öðru barni saman. Sáust þeir panta margar flöskur af rándýrum vínum á borð við Don Julio Tequila 1942 þar sem hver flaska kostar hátt í 400 Bandaríkjadali, eða um 50 þúsund íslenskar krónur.

Stjörnurnar flykkjast til New York-borgar þessa dagana til þess að taka þátt í tískuvikunni sem fer þar fram. Þrátt fyrir allt barnalánið í lífi þeirra Offset og Scott þá láta þeir sig ekki vanta í fjörið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.