Sjötíu mínútna hláturskast

Kanaríhópurinn er spenntur að sýna í haust. Á myndinni má …
Kanaríhópurinn er spenntur að sýna í haust. Á myndinni má sjá leikara hópsins, þá Mána Arnarson, Steineyju Skúla­dótt­ur, Pálma Frey Hauks­son og Eygló Hilm­ars­dótt­ur.

Leikhópurinn Kanarí stendur fyrir sketsasýningu í Þjóðleikhúskjallaranum og er frumsýning 18. september. Máni Arnarson situr fyrir svörum. 

Hvað er á döfinni hjá leikhópnum Kanarí?
Við frumsýnum sýninguna Kanarí í Kjallaranum 18. september. Þetta er „live“ sketsasýning, 31 skets með 64 karakterum, leiknir af fjórum leikurum.
Hvaða mál takið þið fyrir?
Þetta er ekki um það sem er efst á baugi heldur frekar það sem okkur finnst fyndið. Við tökum fyrir vandamál og óþægilegar tilfinningar okkar kynslóðar. Hugmyndin er að fólk eigi að koma til að hlæja; fá sjötíu mínútna hláturskast.
Er ekki líka þáttaröð á dagskrá?
Jú, við erum búin að taka upp þáttaröð; sex þætti sem verða sýndir á RÚV núna í vetur.
Hvaða fólk er í Kanaríhópnum?
Í þessari sýningu er Guðmundur Felixson leikstjóri og við erum fjögur að leika, ég, Eygló Hilmarsdóttir, Steiney Skúladóttir og Pálmi Freyr Hauksson. Við skrifuðum öll saman sketsana fyrir sýninguna. Guðmundur Einar er líka hluti af hópnum og leikstýrir þáttaröðinni okkar.
Hafið þið prófað sýninguna á fólki til að sjá hvort hún sé fyndin?
Já, við vorum með tvær forsýningar í sumar, en upphaflega átti að sýna þetta í fyrra. Það hefur verið bölvað bras að fá að sýna, vegna Covid, þannig að við erum mjög spennt að frumsýna loksins. En já, fólk hló!
Hvað ertu annars að brasa?
Ég er í fullri vinnu sem eðlisfræðikennari í Versló. Ég er lærður verkfræðingur og eðlisfræði hefur alltaf verið í uppáhaldi. Svo hef ég verið að leika og skrifa undanfarin ár.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu daginn í dag til listsköpunar eða sæktu leikhús. Minjagripir eiga sérstakan sess í hjarta þínu.