Hrópuðu nafn fyrrverandi kærustu

Justin og Hailey Bieber prúðbúin á hátíðinni.
Justin og Hailey Bieber prúðbúin á hátíðinni. AFP

Það hefur farið framhjá fæstum að Met Gala-hátíðin fór fram með pompi og prakt síðastliðið mánudagskvöld. Mikið hefur verið rætt um fatnað og háttalag stærstu stjarna heims í kjölfar hátíðarinnar en lítið hefur hins vegar verið rætt um hegðun aðdáenda sem saman voru komnir fyrir utan hátíðarhöldin til að berja helstu fyrirmyndir sínar augum.

Það vakti sérstaka eftirtekt þegar Bieber-hjónin, Justin og Hailey, gengu inn rauða dregilinn að hópur aðdáenda hóf að hrópa nafn Selenu Gomez hástöfum.

Justin Bieber og Selena Gomez eiga sér sögu úr fortíðinni en þau voru lengi vel par á árunum 2010-2018. Ástarsamband þeirra var þó alltaf nokkuð óstöðugt þrátt fyrir að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Aðdáendur sambands þeirra hafa ekki náð að sætta sig við þá staðreynd að Justin Bieber hefur verið giftur núverandi eiginkonu sinni, Hailey Bieber, í tæplega þrjú ár. En hjónin munu fagna þriggja ára brúðkaupsafmæli þann 30. september, næstkomandi.     

Atvikið náðist á myndband og verður ekki annað sagt en að dónaskapur og vanvirðing hafi náð hæstu hæðum á meðal aðdáendanna. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það eftir þér að skvetta svolítið úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Allir hafa gott af því að víkka út sjóndeildarhring sinn.