Wendy Williams lögð inn á sjúkrahús

Wendy Williams við Empire State bygginguna í New York.
Wendy Williams við Empire State bygginguna í New York. Skjáskot/Instagram

Bandaríska sjónvarpskonan Wendy Williams var lögð inn á sjúkrahús í síðustu viku vegna andlegra veikinda.

Síðastliðið ár hefur reynst sjónvarpskonunni ansi þungbært. Hún skildi við eiginmann sinn til 20 ára, Kevin Hunter, eftir að upp komst um framhjáhald hans og stuttu síðar missti hún mömmu sína, Shirley Williams.

Haft er eftir talsmanni Beth Israel sjúkrahússins í Boston að Williams sé að bera þunga bagga á herðum sér.

„Það er mikið á hennar könnu og hún á ekki marga að,“ er haft eftir talsmanninum í viðtali við The Sun.  

Ekki nóg með að Williams sé nú að berjast við langvinn andleg veikindi þá hefur hún einnig greinst jákvæð fyrir kórónuveirunni. Framleiðendur sjónvarpsþáttanna The Wendy Williams Show hafa sent frá sér tilkynningu og sagt að þrettánda þáttaröð spjallþáttanna frestist um nokkrar vikur. Binda þeir vonir við að Williams verði orðin heilsuhraust í byrjun október svo hægt sé að hefja sýningar nýrrar þáttaraðar fjórða þess mánaðar.

View this post on Instagram

A post shared by Wendy Williams (@wendyshow)


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes