Elon Musk og Grimes hætt saman

Elon Musk og Grimes eru hætt saman.
Elon Musk og Grimes eru hætt saman. AFP

Auðkýfingurinn og athafnamaðurinn Elon Musk og tónlistarkonan Grimes hafa slitið sambandi sínu. Musk staðfesti við Page Six að þau væru hálf-skilin að borði og sæng en væru í góðu sambandi. 

Musk og Grimes eiga saman sonin X Æ A-Xii Musk sem er eins árs gamall. „Við erum hálf-skilin en elskum hvort annað og hittumst reglulega og eigum í góðum samskiptum,“ sagði Musk. 

Musk sagði að ástæðan fyrir sambandsslitunum væri aðallega sú að vinna hans við SpaceX og Tesla krefðist þess af honum að vera í Texas eða á ferðalagi um heiminn. Grimes væri hins vegar að vinna að tónlist sinni í Los Angeles. 

Parið hefur verið saman frá árinu 2018 og eignuðust þau son árið 2020. Þau voru síðast saman á opinberum vettvangi á Met Gala-kvöldinu fyrr í þessum mánuði. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.