Nicole Kidman rifjar upp fyrstu kynnin

Nicole Kidman og Keith Urban.
Nicole Kidman og Keith Urban. AFP

Leikkonan Nicole Kidman og tónlistarmaðurinn Keith Urban héldu nýverið upp á 15 ára brúðkaupsafmæli. Hjónin hafa lengi verið þekkt fyrir að láta vel hvort að öðru á opinberum vettvangi og virðist hjónaband þeirra sterkt og kærleiksríkt.

Í nýju viðtali við Harper's Baazar rifjar Kidman það upp hvernig ástarsaga þeirra hófst. 

„Ég var stödd á galakvöldi með systur minni í Los Angeles og við heilluðumst báðar af honum þarna. Hann hélt ræðu þetta kvöld um móður sína og var svo einlægur. Það var þá sem hann fangaði augu mín. Systir mín hallaði sér að mér og sagði: Jæja, það gerist ekki mikið betra en þetta,“ sagði Kidman um þetta kvöld og minnist þess með fiðrildi í maganum. 

„Ég man eftir að hafa sagt við hana: Já, en hann mun ekki hafa neinn áhuga á mér. Og hann hafði það í rauninni ekki á þessum tíma. Hann reyndar segir það ekki vera satt, hann segist bara hafa verið hræddur og feiminn.“

Upp frá þessu byrjuðu hjónaleysin að spjalla saman í síma og vörðu einstaka sinnum tíma saman. En að sögn Kidman þurfti Urban að taka sér smá tíma í að viðurkenna hrifningu sína á henni.

„Hann tók sér alveg smá tíma. Hann lét eins og hann væri ekki alveg viss en ég var alveg svakalega hrifin af honum, virkilega. Ég man líka þegar hann spurði mig þegar við vorum að kynnast: Hvernig er hjarta þitt? Þá svaraði ég: Það er opið.“

Gift í 15 ár

Einu ári síðar giftu þau sig í höfuðborginni Sydney í Ástralíu og eignuðust dætur sínar tvær, Sunday Rose Kidman Urban og Faith Margareth Kidman Urban, með tveggja ára millibili. 

Kidman segir þau vissulega ólík en lykillinn að farsælu hjónabandi sé að gera málamiðlanir þegar upp koma erfiðar aðstæður.

„Það er þrotlaus vinna að vera í hjónabandi. Við erum alltaf að vinna okkur í gegnum eitthvað. Það er hluti af ástinni. Maður þarf að gefa og taka þegar maður er ástfanginn og ég vil að maðurinn minn fái allt það besta út úr lífinu og hann vill mér það sama.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Gættu þess að ofhlaða ekki verkefnaskrána.