Segir fjölskyldu sína samseka

Britney Spears er ekki ánægð með fjölskyldu sína og vini.
Britney Spears er ekki ánægð með fjölskyldu sína og vini. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears segir að það sé ekki allt í himna lagi í fjölskyldu hennar þrátt fyrir að hún hafi losnað undan stjórn föður síns í síðustu viku. Á þriðjudag deildi hún færslu á Instagram þar sem hún sagði bæði fjölskyldu sína og vini samseka um að halda henni undir stjórn föður síns. 

„Ég mæli með því, að ef þú á vin sem er búinn að vera fastur í húsi sem er allt of lítið í fjóra mánuði, ekki með bíl, ekki með síma, má ekki loka að sér og þarf að vinna í tíu klukkustundir á dag sjö daga vikunnar og fær aldrei frí, þá innilega mæli ég með því að þú sækir vin þinn og bjargi þeim úr aðstæðunum,“ skrifaði Spears. 

Næst hjólaði hún í fjölskyldu sína og sagði þeim að „fokka sér“. Að lokum lofsamaði hún lögmanninn sinn Mathew S. Rosengart og sagði hann manninn sem breytti lífi hennar til hins betra. 

Faðir Spears hafði verið lögráðamaður hennar í um 13 ár þar til í síðustu viku þegar dómar vék honum til hliðar. Spears réði Rosengart sem lögmann sinn í sumar og hefur hann unnið marga sigra síðan hann tók við. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem söngkonan gagnrýnir fjölskyldu sína. Í vitnisburði sínum fyrir dómara í sumar sagðist hún vera reið fjölskyldu sinni fyrir að hafa aldrei gripið inn í.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.