Oprah mælir með íslenskri bók

Oprah Daily mælir með lestri á Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur.
Oprah Daily mælir með lestri á Kviku eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Samsett mynd

Bókin Kvika, eða Magma í enskri þýðingu, eftir rithöfundinn Þóru Hjörleifsdóttur er á lista lífstílsvefsins Oprah Daily yfir best þýddu bækur til að ferðast um heiminn með. Vefurinn er á vegum Opruh Winfrey en Hamilton Cain tók listann saman. 

Kvika er í þriðja sæti á listanum og segir Cain bókina vera heillandi og áhrifamikla. 

Bókin er fyrsta skáldsaga Þóru og kom hún út árið 2019. Hún hefur einnig verið þýdd á dönsku en ljóðskáldið og þýðandinn Meg Maitch þýddi hana yfir á ensku og kom hún út í Bandaríkjunum og Bretlandi í sumar. 

Þóra er einnig í hópi kvenna sem kalla sig Svikaskáld og hefur með þeim staðið fyrir ýmsum ljóðaviðburðum og gefið út bækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd og Ég er fagnaðarsöngur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes