Á körfuboltaleik í fyrsta skipti í tvö ár

Jack Nicholson á leik Golden State Warriors og Los Angeles …
Jack Nicholson á leik Golden State Warriors og Los Angeles Lakers í Los Angeles á þriðjudag. AFP

Leikarinn Jack Nicholson mætti á leik Los Angeles Lakers gegn Golden State Warriors í Los Angeles á þriðjudag. Er þetta í fyrsta skipti í tvö ár sem leikarinn lætur sjá sig á Lakers-leik en hann hefur verið ötull stuðningsmaður liðsins í áraraðir. 

Hinn 84 ára gamli Nicholson fór á leikinn með syni sínum Ray og virtust þeir feðgar hafa gaman af. 

Nicholson sást síðast á Lakers-leik í janúar 2020, skömmu áður en heimsfaraldur skall á. Þóttu það tíðindi þá en Nicholson hefur lítið látið á sér bera síðan hann lék í sinni síðustu mynd árið 2010, How Do You Know.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að bæta tengslin við þína nánustu.