Souza líður „hörmulega“ vegna fráfalls Hutchins

Í gær krafðist fólk þess á fjöldafundi í Nýju Mexíkó, …
Í gær krafðist fólk þess á fjöldafundi í Nýju Mexíkó, þar sem voðaskotinu var hleypt af, að öryggi yrði betur tryggt við tökur á kvikmyndum. AFP

Kvikmyndaleikstjórinn Joel Souza segir að honum líði hræðilega yfir því að hafa misst vinkonu sína og samstarfsfélaga Halaynu Hutchins. Souza sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir harmleik við tökur á kvikmyndinni Rush þar sem leikarinn Alec Baldwin hleypti voðaskoti af leikmunabyssu með þeim afleiðingum að Hutchins lést og Souza meiddist á öxl. 

BBC greinir frá þessu.

Atvikið er enn til rannsóknar hjá lögreglu og hefur enginn verið ákærður. 

„Mér líður hörmulega yfir því að hafa misst vinkonu mína og kollega, Halaynu. Hún var blíð, lífleg, ótrúlega hæfileikarík kona sem ýtti alltaf á mig til að verða betri maður,“ sagði Hutchins í yfirlýsingu sinni. 

„Hugur minn er hjá fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Ég er auðmjúkur og þaklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fengið frá kvikmyndagerðarsamfélaginu, íbúum Santa Fe og hundruðum ókunnugra sem hafa haft samband. Það mun örugglega aðstoða mig við að jafna mig.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umburðarlyndi er undirstaða sambands fólks í millum. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur, því þegar öldurnar lægir stendur þú með pálmann í höndunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Umburðarlyndi er undirstaða sambands fólks í millum. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur, því þegar öldurnar lægir stendur þú með pálmann í höndunum.