Neteineltið gerði Teigen gott

Chrissy Teigen hefur verið í sjálfsvinnu eftir að upp komst …
Chrissy Teigen hefur verið í sjálfsvinnu eftir að upp komst um neteinelti. VALERIE MACON

Fyrirsætan Chris­sy Teig­en segir það hafa verið lán í óláni að upp hafi komist um neteinelti sem hún var sökuð um að stunda fyrr á árinu. Segist hún hafa dregið mikinn lærdóm af þessari lífsreynslu.

„Ég held að maður læri mest á þeim augnablikum þegar maður áttar sig á því hversu miklu maður er að tapa. Þegar heimurinn þinn fer á hvolf,“ sagði fyrirsætan við spjallþáttastjórnandann Hoda Kotb í þættinum Today fyrr í vikunni. Sagðist hún hafa haft gott af því að horfast í augu við sjálfa sig og reyna að bæta sig sem manneskju. 

„Fyrir mér var þetta stórt augnablik. Ég hugsaði með sjálfri mér að ég þyrfti að komast að því hvernig ég gæti orðið betri, lært af þessu og vaxið í betri átt.“ Teigen segist hafa öðlast nýja sýn eftir að neteineltið kom upp á yfirborðið. Erfiðast þótti henni að viðurkenna það að þau orð sem hún setti á netið hefðu áhrif á fjöldann allan af fólki. Nú beri hún meiri samúð með fólki og aukinn skilning á fjölbreytileikanum. Hefur hún meðal annars nýtt þessa erfiðu reynslu til þess að bæta sig í móðurhlutverkinu.

„Ég hugsaði ekki um áhrifin og manneskjuna sem var hinu megin við skjáinn. Nú horfi ég á börnin mín og vil kenna þeim góð gildi. Ég vil að þau komi vel fram við fólk.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes