Sidney Poitier er látinn

Sidney Poitier er látinn 94 ára að aldri.
Sidney Poitier er látinn 94 ára að aldri. AFP

Hollywood leikarinn Sidney Poitier er látinn 94 ára að aldri. Poitier leiddi réttindabaráttu svartra í kvikmyndaheiminum.

Poitier var fyrsti svarti karlleikarinn til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í The Defiant Ones árið 1958. Sex árum seinna var hann fyrsti svarti karlmaðurinn til að vinna Óskarsverðlaun sem leikari í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Lilies of the Field. 

Poitier var með ríkisborgararétt í Bandaríkjunum og á Bahamaeyjum en ríkisstjórn Bahamaeyja greindi frá andláti hans. 

Poitier var sæmdur heiðursverðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002 fyrir ævistarf sitt. 

Hann var fæddur í Flórídaríki árið 1927. Faðir hans ræktaði tómata og seldi afurðir sínar í Flórída en þegar Poitier var barn fluttist fjölskyldan búferlum til Bahamaeyja. Þar lærði hann að kunna meta kvikmyndir og þegar hann var 15 ára flutti aftur til Miami í Flórída. 

Skömmu seinna flutti hann til New York borgar. Þar vann hann sem uppvaskari á veitingastað. Hann þjónaði í bandaríska hernum sem sjúkraþjálfari í seinni heimstyrjöld en eftir stríðið sneri hann aftur til New York og lét reyna á þann draum að verða leikari. 

Hann lætur eftir sig eiginkonu sína Johönnu, sem hann hafði verið giftur síðan 1976, og sex uppkomin börn auk fjölda barnabarna og barnabarnabarna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í þörf fyrir að draga þig í hlé í einhvern tíma. Farðu að ráðum góðs vinar.