Alveg í rusli og giftingarhringurinn horfinn

Tara Wilson og Chris Noth.
Tara Wilson og Chris Noth. AFP

Tara Wilson, eiginkona leikarans Chris Noths, sást gráta á dögunum. Hún er sögð miður sín eftir að konur stigu fram í desember og sökuðu leikarann úr Beðmálum í borginni um að hafa brotið á sér kynferðislega. 

Hjónabandið hékk á bláþræði fyrir jól og virðist sem samband hjónanna hafi ekki skánað á nýju ári. Erlendir slúðurmiðlar birtu myndir af Wilson þurrka tár í bíl í Los Angeles á fimmtudaginn. Eiginkona leikarans var með stór sólgleraugu og faldi líðan sína bak við gleraugun og grímu þegar hún fór út úr bílnum. 

Augljóst var að Wilson var ekki með giftingarhringinn þegar hún þurrkaði tárin. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún sést án giftingarhringsins síðan ásakanir gegn Noth komu fram rétt fyrir jól. 

Leikarinn er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mr. Big í Beðmálum í borginni. Tónlistarkonan Lisa Gentile var fjórða konan til þess að stíga fram og saka Noth um kynferðisbrot fyrir jól. Hún sagði að Noth hefði brotið á sér kyn­ferðis­lega árið 2002 og hótað að eyðileggja fer­il henn­ar ef hún segði nokkr­um frá.

Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City.
Chris Noth ásamt leikkonum Sex and the City. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er skynsamlegt að hafa fyrirvara á því sem aðrir hvetja þig til að taka þér fyrir hendur. Þú lifir fyrir augnablikið.