Komin með nýjan og yngri kærasta

Mama June er komin með nýjan kærasta.
Mama June er komin með nýjan kærasta.

Raunveruleikastjarnan Mama June er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Justin Stroud og er 34 ára, en Mama June er 42 ára og því skilja átta ár þau að. Mama June og Stroud skelltu sér göngu í skógi í grennd við Los Angeles í Bandaríkjunum og héldust í hendur. 

Mama June er hvað þekktust fyrir raunveruleikaþættina Here Comes Honey Boo Boo og Mama June: From Not to Hot auk Mama June: From Not To Hot Family Crisis sem komu út árið 2020. 

Hún var áður með Geno Doak en hann var handtekinn og dæmdur til 16 mánaða fangelsisvistar í ágúst á síðasta ári. Var hann dæmdur fyrir vörslu fíkniefna en raunveruleikastjarnan var einnig handtekin með honum. Hún var ekki dæmd í fangelsi heldur gert að fara í meðferð sem hún gerði í september á síðasta ári. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.