Giftu sig í leyni eftir sex mánaða samband

Raunveruleikastjarnan Mama June og Justin Stroud gengu í hjónaband í …
Raunveruleikastjarnan Mama June og Justin Stroud gengu í hjónaband í Georgíu, Bandaríkjunum.

Raunveruleikastjarnan Mama June gekk í hjónaband með Justin Stroud hinn 23. mars síðastliðinn, en þá hafði parið verið saman í sex mánuði. Þetta staðfestu þau í myndskeiði sem birt var á Instagram reikningi hennar og var það í fyrsta sinn sem parið sagði frá giftingunni.

„Við erum hér í dag til að tala um sögusagnir. Við erum ekki lengur á markaðnum,“ sagði Mama June í myndskeiðinu og sýndi glitrandi giftingarhring á fingri sínum. Þá sögðu hjónin að frekari smáatriði úr sambandi þeirra myndu birtast í þáttunum WE og sögðu aðdáendum að bíða spennt. „Þú munt ekki vilja missa af því hvernig ástarsaga okkar byrjaði,“ bætti hún við. 

View this post on Instagram

A post shared by June Shannon (@mamajune)

Mama June er þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum Mama June: From Not to Hot sem komu út árið 2017. Hún var áður með Gano Doak, en hann var handtekinn fyrir vörslu fíkniefna og dæmdur til fangelsisvistar á síðasta ári. Mama June var handtekin með honum, en hún var þó ekki dæmd í fangelsi heldur gert að fara í meðferð.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gömul mál og fyrrverandi makar hafa verið í brennidepli hjá vatnsberanum undanfarið. Við getum lært margt af unga fólkinu. Byggðu ofan á vönduð verk þín frá í gær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gömul mál og fyrrverandi makar hafa verið í brennidepli hjá vatnsberanum undanfarið. Við getum lært margt af unga fólkinu. Byggðu ofan á vönduð verk þín frá í gær.