Skilja eftir 39 ára langt hjónaband

Ghostbusters-stjarnan Dan Aykroyd er að skilja.
Ghostbusters-stjarnan Dan Aykroyd er að skilja.

Ghostbusters-stjarnan Dan Aykroyd og eiginkona hans, DoNna Dixon, eru að skilja. Hjónin eru búin að vera gift í næstum því 40 ár. Þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið ætla þau að halda áfram að vera í góðum samskiptum. 

„Eftir 39 ára samband erum við að fara hvort í sína áttina,“ sögðu hjónin í sameiginlegri tilkynningu til People. „Við ætlum að halda áfram að vera löglega gift, ala upp börnin okkar saman, vinna saman og vera í viðskiptum saman.“ Er það val þeirra að halda áfram að vera góðir vinir. 

Aykroyd sem er 69 ára og Dixon sem er 64 ára giftu sig árið 1983. Saman eiga þau dæturnar Danielle sem er 32 áRa, Belle sem er 28 ára og Stellu sem er 24 ára. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.