Þurfa ekki lengur að fara í skimun fyrir Covid

Systur munu því ekki þurfa að fara í sýnatöku við …
Systur munu því ekki þurfa að fara í sýnatöku við Covid-19. AFP

Keppendur í Eurovision ásamt sendinefndum, fjölmiðlum og öllum þeim sem starfa við Eurovision keppnina þurfa ekki lengur að fara í skimun fyrir Covid-19.

Segir í tilkynningu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva að greining á Covid-sýnatökum síðustu daga hafa sýnt að fjöldi jákvæðra niðurstaðna væri langt undir meðaltali á Ítalíu, þar sem keppnin fer fram.

Frá og með morgundeginum þurfa því aðeins einstaklingar með Covid einkenni að fara í sýnatöku á staðnum til að mega fara á keppnina.

Heilbrigðisyfirvöld í Tórínó hafa mælt með því að aðrar innlendar forvarnarráðstafanir vegna Covid-19 sem þegar eru í gildi verði viðhaldið. En þær eru að nota FFP2 grímur, viðhalda 1 metra fjarlægð og þvo hendur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.