Ætlar að vanda framburðinn

Árný Fjóla Ásmundsdóttir kynnir stig Íslands.
Árný Fjóla Ásmundsdóttir kynnir stig Íslands. Ljósmynd/Daði Freyr Pétursson

Árný Fjóla Ásmundsdóttir úr Gagnamagninu kynnir stig Íslands á laugardagskvöldið. Hún er byrjuð að æfa sig fyrir stóru stundina og komin með fiðring í magann.

Árný og Daði lentu í fjóra sæti í fyrra þegar Gagnamagnið keppti fyrir Íslands hönd í Rotterdam. Árný er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt börnum sínum og gat því látið gamlan draum rætast, að kynna stig Íslands. 

„Ég hef verið mikill júróaðdáandi svo já kannski má segja það,“ segir Árný þegar hún er spurð hvort að æskudraumurinn sé að rætast. 

Æfir framburðinn

Ertu orðin stressuð?

„Jebbs neita því ekki. En samt ekkert óbærilegt.“

Það skiptir máli að nýta tímann vel þegar stiginn eru kynnt og umfram allt koma orðunum vel til skila. Árný er byrjuð að æfa sig. 

„Ég fór yfir líkindalistann og æfði topp 20. Ég er með stundum með linan sunnlenskan framburð svo ég ætla að vanda mig.“

Árný gæti þurft að lesa upp Úkraínu á laugardagkvöldið. Landinu …
Árný gæti þurft að lesa upp Úkraínu á laugardagkvöldið. Landinu er spáð góðu gengi. AFP

Dæturnar verða í pössun

„Daði er nýkominn af túr og er í Berlín. Stelpurnar eru hér á Íslandi með mér og verða hjá ömmu og afa. Eiginlega fyrsta pössun Kríu sem er enn á brjósti og tekur hvorki snuð né pela svo það er helsta áhyggjuefnið sem fylgir þessu. Veit samt að þær systur verða í góðum höndum,“ segir Árný. 

Áttu þér uppáhaldslag í keppninni í ár?

„Ég dæmdi í írsku keppninni og var stelpan sem vann sú sem ég valdi í fyrsta sæti, svo ég held svolítið með henni. Annars finnst mér Úkraínska lagið töff og er það líklegt til sigurs.“

Árný tók þátt í að velja framlag Íra í ár. …
Árný tók þátt í að velja framlag Íra í ár. Tónlistarkonan Brooke sést hér syngja á seinna undanúrslitakvöldinu. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.