Klippti kynlífsgat á fötin sín

Megan Fox og Machine Gun Kelly gátu ekki hamið sig …
Megan Fox og Machine Gun Kelly gátu ekki hamið sig um helgina. Hér eru þau á rauða dreglinum á Billboard-verðlaunahátíðinni sem fram fór um helgina. AFP

Leikkonan Megan Fox og unnusti hennar, tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, eru þekkt fyrir ástríðufullt samband. Sambandið er það ástríðfullt að parið klippti kynlífsgat á samfesting sem Fox klæddist í Las Vegas á dögunum. 

Parið var statt í Las Vegas vegna Billboard-verðlaunahátíðarinnar um helgina. Fox klæddist svörtum kjól á verðlaunaafhendingunni en á öðrum tímapunkti um helgina klæddist hún bláum samfestingi sem var greinilega of erfitt að fara úr. Hún sýndi aðdáendum sínum á Instagram skilaboð sem hún sendi stílista sínum en í þeim kom fram að hún hefði klippt gat á samfestinginn. 

„Var bláa dressið dýrt af því við vorum að klippa gat í klofið til þess að stunda kynlíf,“ sendi Fox til stílista síns. Stílistinn var ekki ánægður með kúnnann sinn. „Ég hata þig,“ skrifaði stílistinn til Fox og setti nokkur hlæjandi lyndistákn með. „Ég laga það,“ bætti stílistinn við. 

Hér fyrir neðan má sjá innlegg Fox. Þar má meðal annars sjá myndir af henni í bláa gallanum og skilaboð hennar til stílistans. 

View this post on Instagram

A post shared by Megan Fox (@meganfox)

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu fara lítið fyrir þér í dag, því öll óþarfa athygli fer illa í þig. Taktu þig á og farðu vel með sjálfan þig.