Ekki talað saman eftir ásakanirnar

Chris Noth og Sarah Jessica Parker hafa ekki talast við …
Chris Noth og Sarah Jessica Parker hafa ekki talast við síðan tvær konur stigu fram og sökuðu Noth um kynferðislega misnotkun. Samsett mynd

Leikkonan Sarah Jessica Parker segist ekki hafa rætt við mótleikara sinn Chris Noth síðan tvær konur stigu fram og sökuðu hann um kynferðislega misnotkun. Parker vildi ekki ræða málið þegar The Hollywood Reporter ræddi við hana á dögunum. 

Ásakanirnar komu fram skömmu eftir að serían ...And Just Like That kom út síðasta haust. Parker og Noth fóru með hlutverk í þáttunum Sex and the City og svo framhaldsseríunni ...And Just Like That. 

„Ég veit ekki hvort ég sé einu sinni tilbúin til að ræða þetta,“ sagði Parker og spurð hvort hún hafi talað við Noth sagði hún einfaldlega nei. 

Parker fór með hlutverk Carrie Bradshaw í þáttunum og Noth með hlutverk eiginmanns hennar og ástmanns, Mr. Big.

Tvær konur stigu fram eftir að þættirnir fóru fyrst í loftið og lýstu kynferðislegri misnotkun af hálfu hans. Önnur sagan er frá 2004 og hin frá 2015. 

Parker og mótleikkonur hennar tvær Cynthia Nixon og Kristin Davis sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í kjölfarið.

Noth hefur neitað öllum ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson