Lögmenn Heard taka U-beygju

Lögmenn leikkonunnar Amber Heard hafa tekið U-beygju í vörn sinni.
Lögmenn leikkonunnar Amber Heard hafa tekið U-beygju í vörn sinni. AFP

Lögmannateymi leikkonunnar Amber Heard mun að öllum líkindum ekki fá leikarann Johnny Depp til að bera vitni í þessari lokaviku réttarhaldanna í meiðyrðamáli Depp gegn Heard. Er þetta sögð vera algjör U-beygja í vörn lögmanna Heard. 

BBC greinir frá þessu og hefur eftir heimildarmanni í góðum tengslum við lögmannateymi Heard. 

Kveða átti Depp upp í gærkvöldi, en um miðjan dag breyttu lögmenn hennar áætlunum sínum án útskýringa. 

Depp höfðaði mál gegn Heard vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018 þar sem hún lýsti sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis. Hún nefndi Depp ekki á nafn en hann fer fram á 50 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur. 

Johnny Depp í réttarsalnum í gær.
Johnny Depp í réttarsalnum í gær. AFP

Glímir við fíknisjúkdóm

Í gær bar geðlæknirinn David Spiegel vitni fyrir hönd Heard. Hann sagði allt í hegðun Depps undanfarin ár samsvara hegðun manneskju sem glímir við fíknisjúkdóm og manneskju sem beitti ofbeldi í nánum samböndum. 

Spiegel benti á að í 40-60% tilvika væri ofbeldi beitt í nánum samböndum þegar annar aðilinn er undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Heard í réttarsalnum í gær.
Heard í réttarsalnum í gær. AFP

Þá bar einnig skurðlæknirinn Richard Moore vitni og ræddi um fingur Depps og atvikið í Ástralíu árið 2015. Mikið hefur verið fjallað um atvikið í réttarhöldunum en Depp missti framan af fingri í einu rifrilda þeirra. Depp segir það hafa gerst þegar Heard henti í hann vodkaflösku. 

Moore skoðaði ekki áverka Depps á sínum tíma en skoðaði myndir af þeim. Hann sagði líklegra að Depp hafi klemmt sig á hurð. 

Í gær var greint frá því að fyrirsætan Kate Moss mun bera vitni fyrir hönd Depps. Þau voru í ástarsambandi á árunum 1994 til 1997. Þykir líklegt að hún muni meðal annars vera spurð út í sögusagnir um að hann hafi hrint henni niður stiga. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ímyndunaraflið er af hinu góða ef menn kunna að hafa á því hemil og gera greinarmun á draumi og veruleika. Haltu einbeitingunni þótt þín sé ákaft freistað.