Fyrstu tónleikar ABBA í rúmlega fjörtíu ár

ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma.
ABBA er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma. AFP

Í dag eru fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar ABBA í rúmlega fjörtíu ár en tónleikarnir eru þó ekki með hefðbundnum hætti þar sem þeir verða í formi sýndarveruleikatónleika. 

Agnetha, Anni-Frid, Benny og Björn munu koma fram í líki svokallaðra „ABBA-tara" og syngja sín vinsælustu lög við undirleik tíu manna hljómsveitar. 

Þau komu öll saman opinberlega í fyrsta skipti í 14 ár í gær við frumsýningu tónleikanna í Lundúnum í Bretlandi.

Vinna við tónleikana hefur staðið yfir síðan árið 2016 og verða þeir í Lundúnum sjö daga vikunar fram í desember. Þá verður farið í tónleikaferð um heiminn sem stendur allt til ársins 2026. 

„ABBA hefur aldrei yfirgefið okkur, það hvílir í hjarta mínu,“ sagði Agnetha við blaðamann BBC á frumsýningunni.

„Ég hef dreymt um þetta í mörg ár. Við elskum tónlistina okkar, við elskum að syngja,“ sagði Anni-Frid. 

Karl Gústaf, konungur Svíþjóðar, og eiginkona hans Sylvía voru einnig viðstödd frumsýninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes