Klara semur Þjóðhátíðarlagið í ár

Klara Elíasdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið í ár.
Klara Elíasdóttir flytur og semur Þjóðhátíðarlagið í ár. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarkonan Klara Elíasdóttir flytur og semur lag Þjóðhátíðar 2022. Lagið ber titilinn Eyjanótt. Hún er önnur konan til að semja og flytja lag Þjóðhátíðar í eyjum en Ragnhildur Gísladóttir var fyrst kvenna til þess árið 2017. 

Þjóðhátíðarlagið 2022 verður frumflutt hinn 7. júní næstkomandi. 

Klara öðlaðist mikla frægð þegar hún var í hljómsveitinni Nylon. Síðasta sumar gaf tónlistarkonan út lagið HEIM, sem hún gaf út sjálf í tilefni af Þjóðhátíð 2021 sem fór ekki fram og sem eins konar óð til íslenskra tónlistarkvenna. Lagið samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og upptökustjórn var í höndum James Wong. 

„Það skipti mig máli að ná að fanga nostalgíuna sem við upplifum þegar sumarið kemur aftur og fiðringinn í magann sem maður fær þegar maður labbar inn í dalinn í Vestmannaeyjum. Þetta er söguleg þjóðhátíð á marga vegu en kannski helst því hún hefur ekki verið haldin í 2 ár. Og mér fannst rétt að leyfa því að vera hluti af hjarta lagsins að síðustu tvö ár létu ekkert okkur ósnert. Því ef við höfum lært eitthvað á þessum skrítnu tímum er það að við vitum aldrei hvað morgundagurinn býður okkur og hvað það er mikilvægt að njóta augnabliksins og elska hverja mínútu með fólkinu okkar. Þessi lína úr laginu segir það best „Ef þetta er síðasta nóttin sem við eigum hér, þá er mér sama svo lengi sem ég er með þér“,“ segir Klara um lagið. 

Hinn 10. júní verður tónlistarmyndband við lagið frumsýnt. Klara er listrænn stjórnandi en leikstjórinn og ljósmyndarinn Saga Sig mun leikstýra því og Stella Rósenkranz er pródúsent.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren