Tilbúin að ræða löðrunginn á Óskarnum

Will Smith, Jada Pinkett Smith og Chris Rock.
Will Smith, Jada Pinkett Smith og Chris Rock. AFP

Leikkonan Jada Pinkett Smith hefur loksins tjáð sig um atvikið umtalaða á Óskarnum þegar eiginmaður hennar, leikarinn Will Smith, rauk upp á svið og löðrungaði grínistann Chris Rock fyrir ummæli hans um Pinkett. Hún segist óska þess að Smith og Rock geti náð sáttum.

Á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars síðastliðnum sagði Rock brandara um skalla Pinkett, en hún glímir við sjúkdóm sem veldur hárlosi og er því krúnurökuð. Í kjölfarið fór Smith upp á sviðið og gaf Rock löðrung.

Pinkett hefur ekki rætt um atvikið áður, en á dögunum opnaði hún sig í spjallþætti sínum Red Table Talk

„Mín helsta ósk er að þessir tveir kláru og hæfileikaríku menn fái tækifæri til að ræða saman og ná sáttum,“ segir Pinkett. „Vegna ástandsins í heiminum í dag þurfum við á þeim báðum að halda, og við þurfum í raun öll á hvort öðru að halda, meira en nokkurn tímann áður.“

Hún segir þau Smith ætla að halda áfram að gera það sem þau hafa gert síðastliðin 28 ár, „og það er að halda áfram að átta okkur á lífinu saman.“

Pinkett segir nauðsynlegt, bæði fyrir hana og aðra sem þjást af hárlosi, að ræða það. Hún segist hafa fengið þúsundir skilaboða, bæði vegna þess sem hún hefur gengið í gegnum en einnig vegna atviksins, þar sem fólk opnar sig og segir sína sögu af sjúkdómnum. 

Samsett mynd.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað fer illa fyrir brjóstið á þér og þú þarft að telja upp að tíu nokkrum sinnum í dag. Einhver daðrar við þig eins og enginn sé morgundagurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað fer illa fyrir brjóstið á þér og þú þarft að telja upp að tíu nokkrum sinnum í dag. Einhver daðrar við þig eins og enginn sé morgundagurinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigríður Dúa Goldsworthy
2
Patricia Gibney
4
Þóra Karítas Árnadóttir og Sahara Rós Blandon
5
Lucinda Riley