„Hélt ég gæti hætt að elska Hallgrím“

Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með aðalhlutverkið í myndinni. Hann leikur …
Þorvaldur Davíð Kristjánsson fer með aðalhlutverkið í myndinni. Hann leikur Hallgrím.

Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd hérlendis í september. Um er að ræða bíómynd sem er byggð á samnefndri bók Bergsveins Birgissonar. 

Myndin gerist á Ströndum á fimmta áratug síðustu aldar og fjallar um bóndann Bjarna sem verður ástfanginn af Helgu sem er konan á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt og forboðið ástarsamband en með tímanum fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur bóndann Hallgrím í myndinni, Hera Hilmarsdóttir leikur Helgu og Aníta Briem leikur Unni. Með önnur hlutverk fara Björn Thors, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Arnmundur Ernst Björnsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Sóley Elíasdóttir og Sigurður Sigurjónsson.

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstýrir myndinni en hún gerði einnig handritið ásamt Bergsveini Birgissyni og Otto Geir Borg. 

Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist fyrir Zik Zak og Vintage Pictures framleiða myndina en Antti Reikko klippti hana. Það var hinsvegar Hannes Þór Halldórsson sem klippti þessa stiklu myndarinnar en þjóðin þekkir hann kannski betur sem markmanninn í íslenska landsliðinu í fótbolta sem varði hvert markið á fætur öðru á HM og EM. 
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástríða þín er vakin og því mun annað fólk eiga óvenju auðvelt með að hrífa þig með sér næstu vikurnar. Látið ykkur fátt um þótt aðrir hlæji.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir