Segir skilið við Selling Sunset

Maya Vander.
Maya Vander. Skjáskot/Instagram

Selling Sunset-stjarnan og fasteignasalinn Maya Vander mun ekki taka þátt í sjöttu þáttaröð vinsælu Netflix þáttanna. Vander hafði starfað hjá fasteignasölunni Oppenheim Group frá árinu 2015 og selt glæsihýsi í Netflix þáttaröðum Selling Sunset frá árinu 2019. 

Leikarar vinsælu Netflix þáttanna Selling Sunset.
Leikarar vinsælu Netflix þáttanna Selling Sunset. Skjáskot/Instagram

Vander var ein af fyrstu leikurum þáttanna, en heimildarmaður TMZ segir Vander ætla að einbeita sér að fjölskyldu sinni og að byggja upp fasteignaviðskipti í Miami, Flórída þar sem hún er búsett. 

Vander er sögð þakklát fyrir tíma sinn í þáttunum, en segir ferðirnar milli Miami og Los Angeles hafi reynst erfiðar, sérstaklega þar sem hún er með ung börn. 

Maya Vander.
Maya Vander. Skjáskot/Instagram

Á dögunum deildi Vander átakanlegum fréttum, en hún missti nýverið fóstur aðeins sex mánuðum eftir að hún fæddi andvana son og er það talið hafa haft áhrif á ákvörðun hennar að segja skilið við Selling Sunset. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson