55 ára þokkagyðja sleikti sólina

Ulrika Jonsson.
Ulrika Jonsson. Skjáskot/Instagram

Sænsk-breska sjónvarpskonan, Ulrika Jonsson, eyddi helginni í að baða sig í sólinni ef marka má sögu hennar á Instagram. Mikil hlýindi hafa verið á Buckingham-svæðinu á Bretlandi síðustu vikur og hefur Jonsson nýtt veðurblíðuna vel í bakgarði heimilis síns.

Skjáskot/Instagram

Jonsson á afmæli síðar í mánuðinum og mun hún fagna 55 árunum hinn 16. ágúst, næstkomandi. Hefur hún aldrei látið aldurinn stoppa sig en Instagram-reikningur hennar er lifandi sönnun þess að Jonsson heldur fast í æskuljómann, enda lítur hún mjög vel út miðað við aldur.

Á meðan Jonsson sleikti sólina og lét fara vel um sig í bakgarðinum deildi hún seiðandi myndum af sólarkysstum líkama sínum í sögu á Instagram. Þar má sjá hana liggja á sólbekk í hvítum sundfatnaði sem fór vel við húðflúrin sem hana prýða víðs vegar um líkamann.

Skjáskot/Instagram

Í miðjum skilnaði

Ulrika Jonsson er móðir fjögurra barna en þau á hún með fjórum mönnum. Elsti sonur Jonssons og fyrrverandi eiginmanns hennar, John Turnbull, er Cameron Oscar George Turnbull, fæddur 1994.

Næst í röðinni er hin 22 ára Bo Eva Coeur Jonsson sem vill ekki vera við föður sinn, Markus Kempen, kennd. Martha Sky Hope Gerrard-Wright er þriðja barnið í systkinaröðinni en hana eignaðist Jonsson með fyrrverandi eiginmanni sínum, Lance Gerrard-Wright. 

Jonsson stendur í skilnaði við þriðja eiginmann sinn um þessar mundir, Brian Monet, en þau eiga eitt barn saman, Malcom Monet, sem er 14 ára gamall.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.