Tvöfalt lottó fyrir ferna tónleika á Íslandi

Jeff Tweedy, söngvari Wilco.
Jeff Tweedy, söngvari Wilco. AFP/Pierre Philippe Marcou

Bandaríska hljómsveitin Wilco mun halda þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin mun halda tónleika hér á landi en hún var stofnuð árið 1994 í Chicago-borg í Bandaríkjunum. 

Hljómsveitin tilkynnti þetta á Facebook síðu sinni ásamt því að kynna nýja heimasíðu, wilcoiniceland.com, sérstaklega tileinkaða tónleikunum á Íslandi.

Tónleikarnir verða 6., 7. og 8. apríl á næsta ári undir nafninu Wilco Reykjavik Residency eða Reykjavíkurdvöl Wilco. 

Tvöfalt lottó

Þegar er hafið lottó um miða á tónleikana en fyrirkomulagið er þannig að þeir sem vinna geta keypt miða á alla þrenna tónleikana og haldið sömu sætum á þeim öllum.

Auk þess sem hægt er að kaupa aðgang að tónleikunum fylgja mismunandi viðaukar eftir því hvaða pakki er keyptur. Öllum pökkunum fylgir að vera settur í annað lottó, þar sem dregnir verða út nokkrir heppnir sem fá að kaupa miða á fjórðu tónleikana.

Á þeim tónleikum á að vera sérstaklega mikil nánd við hljómsveitina en þeir verða haldnir á öðrum stað en í Eldborg.  

Almenn miðasala á tónleikana hefst 31. ágúst klukkan 17.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu augun opin fyrir þeim möguleikum sem þér gefast á kynnum við fólk sem deilir með þér áhugamáli þínu.