Anne Heche látin

Anne Heche er látin.
Anne Heche er látin. AFP

Leikkonan Anne Heche er látin, en hún lenti í bílslysi á föstudaginn fyrir viku. Hún var 53 ára að aldri og skilur eftir sig tvo syni. 

Fjölskylda hennar staðfesti andlát hennar, en fyrr í dag greindi fjölskyldan frá því að Heche væri ekki hugað líf, þar sem hún hefði hlotið mik­inn súr­efn­is­skort sem olli al­var­leg­um heilaskaða.

Heche ók bif­reið sinni inn í tveggja hæða hús á mik­illi ferð í Los Ang­eles í Banda­ríkj­un­um á föstu­dag í síðustu viku. Grunur lék á um að hún hefði ekið und­ir áhrif­um áfeng­is eða fíkni­efna.

Leik­kon­an var þekkt­ust fyr­ir leik sinn í Six Days and Seven Nig­hts, The Van­is­hed, Quantico og Chicago PD. Hún var einnig fyrr­ver­andi maki þátta­stjórn­and­ans Ell­en De­Gen­eres.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Vertu raunsær og sanngjarn um leið. Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viljirðu búa við áframhaldandi velgengni máttu í engu slaka á. Vertu raunsær og sanngjarn um leið. Láttu það eftir þér að daðra svolítið og sjá skemmtilegu hliðarnar á hlutunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar