Ástarljóð til kærustunnar vekur athygli

Claudia Sulewski og Finneas.
Claudia Sulewski og Finneas. AFP

Tónlistarmaðurinn Finneas er yfir sig ástfanginn af kærustu sinni, Youtube-stjörnunni Claudia Sulewski. Hann birti á dögunum fallega færslu á Instagram-reikningi sínum á fjögurra ára sambandsafmæli þeirra sem hefur vakið mikla athygli, enda er Finneas gríðarlega listrænn og þykir færslan helst líkjast fögru ástarljóði. 

Skaust upp á stjörnuhimininn með systur sinni

Finneas er bróðir stórstjörnunnar Billie Eilish og hefur samið 117 af lögum hennar, en hann hefur einnig unnið með stjörnum á borð við Justin Bieber, Selena Gomez og Camila Cabello. Það er því ljóst að hann er mikill listamaður og óhætt að segja að það endurspeglist í fallegum orðum sem hann skrifaði til kærustu sinnar. 

„Þú þyrftir að leita um allan heiminn til að reyna að finna einhvern jafn hæfileikaríkan, skapandi og vinnusaman og þú ert, ástin mín. Þá þyrftir þú að gera það í annað sinn til að reyna að finna einhvern sem er eins góður, hugulsamur og gjafmildur. Í þriðja sinn til að finna einhvern jafn fyndinn, í fjórða sinn til að finna einhvern jafn ástríkan og í fimma sinn til að finna einhvern jafn fallegan,“ skrifaði Finneas við myndina. 

View this post on Instagram

A post shared by FINNEAS (@finneas)

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
3
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki lengur upp með það að flýja hlutina. Orðspor þitt er meira virði en peningar í bankanum.