Fagnar 50 árum með bikinímynd

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Gwyneth Paltrow mun verða 50 ára í næstu viku, en í tilefni þess birti hún bikinímynd á Instagram-reikningi sínum. Hún ætlar að fagna komandi tímamótum með stæl, en ásamt myndinni birti hún færslu á Goop bloggi sínu þar sem hún talar hreinskilningslega um vangaveltur sínar yfir komandi aldursári.

„Ég sætti mig við ummerkin, lausu húðina og hrukkurnar. Ég sætti mig við líkama minn og sleppi taki af þörfinni að vera fullkomin,“ skrifaði Paltrow í færslu sinni, en þar talar hún um að líkami hennar sé kort af sönnunargögnum daganna sem hún hefur lifað.

Glímir enn við slæma líkamsímynd

Paltrow hefur talað opinskátt um öldrun sína, en í október 2021 sagðist hún enn glíma við slæma líkamsímynd í samtali við People. „Því miður erum við alltaf að horfa á okkur með gagnrýnum augum. Ég myndi elska að komast á þann stað þar sem ég geri það ekki lengur,“ sagði Paltrow.

„Ég myndi þó aldrei vilja verða tvítug, eða jafnvel þrítug aftur. Ég þekki sjálfa mig, mér líkar við sjálfa mig og er svo þakklát fyrir viskuna sem fylgir aldrinu,“ bætti hún við. Paltrow segist í dag gera allt sem hún getur til að halda góðri heilsu og koma í veg fyrir veikindi og fer hoppandi kát inn í 50 ára aldurinn. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú ert að huga að fasteignakaupum ættirðu að drífa í því á næstu sex mánuðum. Sýndu því skilning ef vinir eru uppteknir.