Varð til í kjallaranum hjá pabba

Layne og Myles Ulrich liggur mikið á hjarta.
Layne og Myles Ulrich liggur mikið á hjarta. Twitter

Allt þeirra líf hefur snúist um tónlist og þeir höfðu svo sem alveg músiserað saman gegnum tíðina en aldrei með markvissum hætti, þannig að þeir ætluðu sér eitthvað með það. Síðan brast á heimsfaraldur og skyndilega voru bræðurnir Myles og Layne Ulrich lokaðir inni á heimili föður síns í Kaliforníu – vikum og mánuðum saman.

Eins og allir almennilegir feður er Lars Ulrich, gjarnan kenndur við málmbandið Metallica, með hljóðfæri af ýmsu tagi og frábæra aðstöðu til tónlistariðkunar í kjallaranum hjá sér. Synirnir sáu því sæng sína upp reidda: „Núna gerum við eitthvað!“

Tveimur árum síðar eru þeir búnir að senda frá sér efni og komnir á túr, vestan hafs og austan, undir nafninu Taipei Houston. Þeir hafa meðal annars troðið upp á hátíðunum í Reading og Leeds á Englandi og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. Smáskífurnar As the Sun Sets og The Middle komu út í sumar og í byrjun nóvember mun verkefnið Once Bit Never Bored sjá dagsins ljós hjá útgáfunni C3 Records. Við gamla fólkið myndum kalla það breiðskífu en bræðurnir vilja ekki nota svo gamaldags orð.

Nánar er fjallað um Tapei Houston og önnur málmepli í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Lars Ulrich býr að góðum kjallara.
Lars Ulrich býr að góðum kjallara. AFP/Kevin Winter
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.