Coolio látinn

Rapparinn Coolio sem hét réttu nafni Artis Leon Ivey Jr.
Rapparinn Coolio sem hét réttu nafni Artis Leon Ivey Jr. AFP

Bandaríski rapparinn Coolio sem var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise er látinn, 59 ára að aldri.

Umboðsmaður rapparans, Jarez Posey, staðfesti þetta við fréttaveitu AFP í dag en dánarorsök liggur ekki fyrir. Hann sagði við TMZ að Coolio hefði fundist látinn á baðherberginu heima hjá vini sínum seint í gær.

Coolio hóf tónlistarferil sinn í Kaliforníu seint á níunda áratugnum og gerði samning við Tommy Boy Records árið 1994. Smáskífan hans Fantastic Voyage af fyrstu stúdíóplötu hans It Takes a Thief náði þriðja sæti á Billboard Hot 100 listanum.

En það var Gangsta's Paradise árið eftir sem gerði Coolio heimsfrægan. Lagið var aðallag kvikmyndarinnar Dangerous Minds sem Michelle Pfeiffer lék í. Fyrir lagið hlaut Coolio Grammy-verðlaun.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sólveig Pálsdóttir
4
Ragnheiður Gestsdóttir
5
Guðrún frá Lundi

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að sýna fólki þolinmæði á næstu vikum. Ekki spila rassinn úr buxunum í dag. Þú berð sigur út býtum í keppni sem þú tekur þátt í.